Tap hjá stelpunum gegn ÍBV

07.09 2014

Stelpurnar okkar mættu ÍBV í 16. umferð í Pepsideildinni í dag.  ÍBV sigraði leikinn 5-0 eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik.  Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru með erfiðara móti í dag, mikil rigining og völlurinn mjög blautur en auðvitað jafn slæmt fyrir bæði lið.  Eyjastúlkur voru ákveðnari í öllum aðgerðum í þessum leik og skoruðu 2 mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik.  Þær gerðu svo út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks með því að skora þriðja markið á 48.mín.  Okkar stelpur náðu sér ekki vel á strik í dag og máttu þola tap fyrir betra liði.

Frekari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net er hér:  http://fotbolti.net/news/07-09-2014/pepsi-kvenna-ibv-med-thaegilegan-sigur

Næsti leikur stelpnanna er gegn Breiðabliki í Kópavogi mánudaginn 22.september.

Til baka