Tap hjá stelpunum gegn Breiðabliki
23.09 2014Skagastelpur mættu Breiðabliki í Pepsideildinni á Kópavogsvelli í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-1 fyrir Breiðabliki. Þrátt fyrir tap léku okkar stelpur vel í þessum leik, spiluðu þéttan varnarleik og beittu skyndisóknum þegar þær unnu boltann. Breiðablik var meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mikið af færum en skoruðu þó fyrsta markið á 24. mín og bættu svo við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks úr vafasamri vítaspyrnu. Síðari hálfleikur var nokkuð svipaður, Breiðablik var meira með boltann og sköpuðu sér nokkur færi, en Ásta Vigdís var vel á verði í markinu. Hún kom þó ekki í veg fyrir að Breiðablik skoraði þriðja mark sitt á 80.mín eftir hornspyrnu. Guðrún Karítas minnkaði svo muninn fyrir ÍA á 90.mín og þar við sat.
Nánari umfjöllun um leikinn er á Fótbolti.net hér: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1409
og viðtal við Þórð þjálfara hér: http://fotbolti.net/news/22-09-2014/thordur-thordar-framtidin-er-bjort-a-skaganum
Síðasti leikur Skagastúlkna í Pepsideildinni í ár er á laugardaginn á Norðurálsvellinum gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.