Tap hjá stelpunum gegn Haukum

19.06 2015

Stelpurnar mættu Haukum í 1. deild kvenna á Schenkervellinum í kvöld. Um hörkuleik var að ræða enda má búast við að bæði liðin verði í toppbaráttunni í sumar. Það var töluvert jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en fá færi sköpuðust og því markalaust í hálfleik. Haukar komust svo yfir strax í byrjun seinni hálfleiks og þó stelpurnar fengju góð færi og börðust af krafti náðu þær ekki að jafna metin. Leikurinn endaði því með 1-0 sigri Haukastúlkna og fyrsta tap Skagastelpna staðreynd. Það gengur bara betur næst og ekkert annað að gera en einbeita sér að næsta leik sem er laugardaginn 27. júní kl. 14 gegn ÍR/BÍ/Bolungarvík á Norðurálsvellinum.

Til baka