Tap hjá stelpunum gegn KR

18.04 2015

Stelpurnar léku sinn þriðja leik í lengjubikarnum í gær föstudag þegar liðið fékk KR í heimsókn í Akraneshöllina.  Þessi lið skiptust á deildum sl. haust þegar KR vann sig upp í Pepsideild en okkar stelpur féllu í 1. deild.  Skagastelpurnar byrjuðu betur og áttu góðar atrennur að marki KR á fyrstu mínútunum. Það var hins vegar KR sem skoraði fyrstu tvö mörkin. Emilía Halldórsdóttir minnkaði muinn á 43. mínútu eftir góða pressu á varnarmenn KR.  KR svaraði þá strax með þriðja markinu og staðan 3-1 í hálfleik.  Á 57. mínútu minnkaði Unnur Ýr Haraldsdóttir eftir gott spil upp hægri kantinn en KR svaraði aftur strax með marki aðeins mínútu seinna og bættu síðan 2 við fyrir leikslok þannig að leikurinn endaði 6-2 fyrir gestina sem verður að teljast óþarflega stórt miðað við gang leiksins.  Lið ÍA var þannig skipað: Vilborg Júlía í markinu; í vörn léku Aníta Sól, Birta, Hulda og Alexandra. Á miðjunni Bryndís Rún og Gréta og á köntunum Unnur Ýr og Emilía. Frammi voru Aldís Ylfa og Maren.  Inn á komu Heiður, Elínborg, Hrafnhildur Arín og Eyrún en Sandra, Eva og Karen komu ekki við sögu.

Til baka