Tap hjá stelpunum í markaleik gegn FH

13.02 2015

Það var sannkölluð markaveisla þegar Skagastelpur mættu FH í Faxaflómóti kvenna í kvöld, í leik sem fram fór í Akraneshöllinni.

Stelpurnar töpuðu leiknum  4:5 gegn FH eftir að staðan var 4:4 í hálfleik.

Skagastelpur fengu sannkallaða draumabyrjun þegar að Eyrún Eiðsdóttir á 3.mínútu og Maren Leósdóttir á 9.mínútu komu ÍA í 2:0. FH minnkaði muninn á 15.mínútu. En aðeins tveimur mínútum síðar  kom Aldís Ylfa Heimisdóttir Skagastelpum í 3:1 og enn þremur mínútum síðar var Maren Leósdóttir aftur á ferðinni og staðan orðin 4:1 fyrir ÍA.

En FH stelpur gáfust ekki upp og skoruðu þrívegis fyrir leikhlé og staðan því 4:4 í hálfleik.

Liðin ákváðu greinilega að huga að varnarleikum í síðar hálfleik og leit aðeins eitt mark dagsins ljós. En það var einmitt Nótt Jónsdóttir sem skoraði það mark og varð það  sigurmark FH stelpna fimm mínútum fyrir leikslok,en hún skoraði þrjú mörk í leiknum.

Byrjunarlið Skagastelpna  var þannig skipað:

Berglind Hrund Jónasdóttir – Birta Stefánsdóttir,  Anita Sól Ágústsdóttir ,  Hulda Margrét Brynjarsdóttir ,  Gréta Stefánsdóttir ,  Maren Leósdóttir , Bryndís Rún Þórólfsdóttir , Unnur Ýr Haraldsdóttir, Eyrún Eiðsdóttir,  Alexandra Bjarkadóttir,  Aldís Ylfa Heimisdóttir.

Þórður Þórðarson þjálfari  gerði sjö breytingar á liði sínu í leiknum og auk byrjunarliðsins tóku þær,  Hrafnhildur Arín Kristjánsdóttir, Linda María Rögnvaldsdóttir,  Valdís Marselía Þórðardóttir,  Heiður Heimisdóttir, Elínborg Llorens Þórðardóttir,  Sandra Ósk Alfreðsdóttir og Eva María Jónsdóttir þátt í leiknum.

Til baka