Tap í æfingaleik gegn ÍBV.
14.12 2014Skagamenn léku í morgun æfingaleik gegn ÍBV í Akraneshöllinni. Eyjamenn höfðu sigur 1:2. og var þetta síðasti æfingaleikur Skagamanna fyrir jólafrí.
Gunnlaugur Jónsson gerði margar breytingar á liðinu í leiknum og leyfði sem flestum að spreyta sig í leiknum og ungur leikmaður, Alexander Kárason lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Skagamanna.
Skagamenn fengu draumabyrjun þegar Hallur Flosason skoraði 1:0 eftir aðeins tvær mínútur. Markið kom eftir langt innkast frá Teiti Péturssyni, sem Garðar Gunnlaugsson vippaði á Hall sem skoraði með skalla. Eyjamenn jöfnuðu leikinn á 15.mínútu eftir góða skyndisókn og Bjarni Gunnarsson skoraði. Svo kom sigurmark Eyjamannaá 40.mínútu og var vel að því staðið. Eyjamenn voru heldur sterkari í síðari hálfleik en Skagamenn gerðu harða hríð í lokin til þess að ná jöfnunarmarkinu en tókst ekki.
Liðið var þannig skipað:
Fyrri hálfleikur
Páll Gísli
Hákon - Ármann S - Gulli Brands - Teitur
ÞÞÞ - Hallur Flosa - Arnar Már - Wentzel
Garðar G - Jón Vilhelm
Gerðar 7 breytingar í hálfleik
Seinni hálfleikur
Páll Gísli
Gylfi - Einar Logi - Sverrir Smára - Sindri
Óliver Darri Jónsson - Hallur - Arnar Már - Óli Valur
Garðar G - Ásgeir Marteins
Alexander Kárason (fæddur 1998) , sonur Kára Steins Reynisson kom inn á sem varamaður fyrir Andra Má á 70.mínútu í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Jón Björgvin kom inn á fyrir Garðar á 75.mínútu.
Árni Snær leysti Pál Gísla af hólmi á 75.mínútu. Smávæginleg meiðsli hjá Páli Gísla. Ásgeir Marteinsson lék sinn fyrsta leik með ÍA. Var nálægt því að skora en markmaður ÍBV varði vel.
Í dag vantaði Árna Snæ,Eggert Kára, Andra Adolphs og Ingimar Elí vegna veikinda og meiðsla. Bretinn Chris Anderson meiddist á æfingu í vikunni og var ekki með og Darren Laugh kemur í byrjun febrúar.