Þakkir að loknu frábæru Norðurálsmóti

23.06 2016

Fyrir skömmu lauk Norðurálsmótinu þar sem um 1500 iðkendur og mörg þúsund gestir skemmtu sér konunglega á Akranesi yfir heila helgi. Vill KFÍA nota tækifærið og þakka iðkendum, foreldrum, dómurum, sjálfboðaliðum, Akraneskaupstað og þjónustuaðilum á Akranesi fyrir alla þeirra vinnu og aðstoð í kringum mótið. Án stuðnings allra þessara aðila væri ekki að halda svona mót ár eftir ár og gera það að ógleymanlegum viðburði fyrir unga iðkendur og fjölskyldur þeirra svo eftir er tekið víða um land.

 

Norðurálsmótið dregur upp jákvæða ímynd af Akranesi og Skagamenn eigum að vera stolt af því og halda á lofti. KFÍA vill því enn og aftur færa öllum innilegar þakkir fyrir alla aðstoðina og vinnuna. Í sameiningu verður svo Norðurálsmótið að ári eins skemmtilegt og mótið í ár.

Til baka