Þórður Þ áfram þjálfari meistaraflokks kvenna
04.10 2015Þórður Þórðarson hefur endurnýjað samning sinn sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna til eins árs. KFÍA fagnar því að Þórður sé tilbúinn í slaginn en eins og allir vita urðu stelpurnar deildarmeistarar í 1.deild í sumar undir hans stjórn og takast á við Pepsideildina á ný á næsta ári. Þar verður meginmarkmiðið að tryggja veru liðsins í deild þeirra bestu. Ágúst Hrannar Valsson verður áfram aðstoðarþjálfari Þórðar ásamt því að þjálfa 2.fl kvenna.
Meðfylgjandi mynd var tekin af Þórði og Sævari Frey Þráinssyni, varaformanni KFÍA, eftir undirskrift samningsins á laugardag.