Þórður Þórðarson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna ÍA

09.10 2014

Knattspyrnufélag ÍA og Þórður Þórðarson hafa undirritað samning um að Þórður verði aðalþjálfari meistaraflokks kvenna á keppnistímabilinu 2015.  Þórði er ætlað að halda áfram að leiða uppbyggingu á hinu unga liði Skagastúlkna sem flestar þreyttu frumraun sína í efstu deild í sumar.  Honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Ágúst Valsson, sem einnig mun þjálfa og stýra 2.fl kvenna.  Ágúst hefur þjálfað 4.fl kvenna síðustu ár.  Við væntum þess að samstarf Þórðar og Ágústs verði gott og árangursríkt fyrir félagið.

Þess ber einnig að geta að Þórður hefur á sama tíma verið ráðinn aðalþjálfari kvennalandsliðsins U-19 og óskum við honum til hamingju með það.  Verkefni ÍA og landsliðsins munu ekki skarast nema að litlu leyti.
sjá frétt af vef KSÍ um ráðininguna:  http://www.ksi.is/landslid/nr/12161

Meðfylgjandi mynd var tekin af Þórði og Magnúsi Guðmundssyni formanni KFÍA eftir undirritun samningsins.

Til baka