Þórður Þórðarson tekur tímabundið við meistaraflokki kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA

11.06 2014

Þórður Þórðarson fyrrverandi þjálfari meistarflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA (KFÍA) hefur tekið tímabundið við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Þessi ákvörðun er tekin að beiðni Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara meistaraflokks kvenna hjá KFÍA en ástæðan er veikindi barns hennar.

 

Ekki er ljóst hve lengi Magnea verður í leyfi en ákvörðun um að leita til Þórðar er tekin í samráði við hana og Margréti Ákadóttur aðstoðarþjálfara sem hefur stýrt liðinu í fjarveru Magneu undanfarna tvo leiki.

 

Þórður hefur mikla reynslu sem þjálfari og leikmaður hjá KFÍA og er forysta félagsins honum afar þakklát fyrir að taka að sér krefjandi verkefni með stuttum fyrirvara.

 

KFÍA sendir Magneu og fjölskyldu hennar innilegar bataóskir.

 

Akranesi 11. júní 2014

Magnús Guðmundsson formaður KFÍA

Viktor Elvar Viktorsson formaður Afrekssviðs KFÍA

Til baka