Tími til að læra að dæma fótbolta af alvöru ???

12.03 2015

Er ekki kominn tími til að læra alvöru dómgæslu á knattspyrnuvellinum og bæta við þá þekkingu sem þið hafið á hliðarlínunni smile

KFÍA og KDA (Knattspyrnudómarafélag Akraness) standa fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 18. mars kl. 16-18 í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum.  Við hvetjum alla, unga sem aldna, konur og karla, að sækja námskeiðið og kynna sér þannig knattspyrnuna frá hlið dómarans og taka þátt í því góða starfi sem þar er unnið.  Skráning er á skrifstofu KFÍA í síma 433-1109 eða á netfangið skrifstofa@kfia.is

Ávinningur þess að vera dómari:
Frábær félagsskapur

Frímiðar á alla deildarleiki á vegum KSÍ

Frímiðar á alla leiki í bikarkeppni KSÍ

Frímiðar á alla Evrópuleiki á Íslandi

Frímiðar á alla landsleiki Íslands á Íslandi

Fyrir þá sem nýta sér frímiða á þessa leiki getur ávinningurinn auðveldlega náð 40.000.-kr. áári.........er það ekki þess virði ?

Eftir tíundu dómgæsluna geta allir nýir dómarar fengið dómarapassa sem gildir á það sem undan er talið.

Dómarar þurfa að starfa á 20 leikjum á tveggja ára tímabili til að endurnýja dómarapassa sem gildir í eitt ár í senn.  Ávinningurinn er þó enn meiri því lengra sem dómarar ná ef vilji er fyrir hendi. Ef vel gengur er á fáum árum hægt að vinna sig upp í spennandi verkefni bæði innanlands og erlendis.

Á Akranesi er starfandi eitt elsta knattspyrnudómarafélag landsins. KnattspyrnudómarafélagAkraness(KDA) var stofnað árið 1970 og var stofnandi félagsins Friðjón Edvardsson. Fá dómarafélög á Íslandi hafa náð jafn háum aldri og KDA. Í gegnum tíðina hefur ÍA/KDA átt fjölmarga dómara í efstu deild karla á Íslandi, sá fyrsti Guðjón Finnbogason en undanfarin ár hafa þeir verið fimm, Valgeir Valgeirsson, Halldór Breiðfjörð, Ívar Orri Kristjánsson, Steinar Berg Sævarsson og Björn Valdimarsson.  Að lokum til gamans má nefna að fjölmörg aðkomulið hafa hrósað dómaramálum á Akranesi vegna fagmennskunnar sem þar ríkir.


Auk fríðindanna sem talin voru upp hér að ofan njóta meðlimir KDA ýmissa annarra fríðinda :

Frítt í sund

Frítt í tækjasalinn á Jaðarsbökkum

Frímiði á lokahóf ÍA

Æfingar hjá deildardómurum ÍA

Þrektíma hjá þjálfara

Auk annarra viðburða á vegum KDA

Já og ekki má gleyma mjög skemmtilegir félagar

Til baka