Tvö töp hjá stelpunum í Faxanum

21.01 2016

Meistaraflokkur kvenna lék við Íslandsmeistara Breiðabliks í fyrsta leik sínum í Faxaflóamótinu um síðustu helgi og urðu lokatölur 0-2.  Skagastúlkur stóðu lengi vel í hárinu á Íslandsmeisturunum sem lönduðu þó öruggum sigri þegar upp var staðið.  Leikskýrsluna má finna á vef KSÍ hér http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=381620

Stelpurnar léku síðan sinn annan leik í Faxaflóamótinu í gærkvöldi þegar þær mættu Selfossi og urðu lokatölur einnig 0-2.  Leikurinn var jafn og lítið um færi en Selfoss náði að skora í upphafi síðari hálfleiks og bætti svo öðru marki við eftir hornspyrnu og þar við sat.    Margar ungar og efnilegar stelpur fengu að spreyta sig í leikjunum og fá dýrmæta reynslu.  Leikskýrsla þessa leiks er hér http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=381618

Næsti leikur hjá stelpunum er á útivelli gegn Aftureldingu laugardaginn 30.janúar.

Til baka