“Ungir og óreyndir leikmenn fengu mikilvæga reynslu í leiknum”

07.12 2014

Skagamenn léku æfingaleik gegn Fylki í Akraneshöllinni á laugardagmorguninn. Gestirnir í Fylki höfðu betur að þessu sinni 1:2.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna gaf meðal annars ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri í leiknum sem færði þeim góða reynslu.

Lið var þannig skipað:

Árni Snær Ólafsson
Hákon Ingi Einarsson - Guðlaugur Brandsson - Ármann Smári - Sindri S Kristinsson
Þórður Þ. Þórðar - Hallur Flosason - Chris Anderson - Jón Vilhelm Ákason
Garðar Gunnlaugs - Ólafur Valur Valdimarsson

Varamenn:
Wentzel Steinar - Ólafur Valur (45 m)
Ingimar Elí - Jón Vilhelm (60 m)
Kristófer Garðarsson - Hallur Flosason (70 m)
Albert Hafsteinsson - Chris (75m)
Sverrir Smárason - Guðlaugur Br (75m)
Teitur Pétursson - Sindri S (75m)

ónotaður varamaður: Páll Gísli Jónsson

- Chris Anderson 24 ára breskur miðjumaður spilaði leikinn en hann er á reynslu hjá liðinu út næstu viku.

Fjarverandi:
Arnar Már Guðjónsson, Arnór Snær Guðmundsson, Eggert Kári Karlsson, Andri Adolphsson,  Gylfi Veigar Gylfason, (vegna meiðsla og veikinda)
Darren Louch (í Englandi - kemur í febrúar til liðs við liðið)
Ásgeir Marteinsson á U21 æfingu.

Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks og heimamenn heldur sprækari ef eitthvað var, en Fylkir sótti á í lok hálfleiksins og uppskar 2 mörk sem Albert Ingason skoraði.
Í seinni hálfleik færðu Skagamenn sig framar á völlinn og áttu nokkrar frambærilegar sóknir en það var ekki fyrr en varamenn voru komnir inná að það kom aukinn kraftur í leik liðsins og Teitur Pétursson minnkaði muninn þegar 10 mínútur voru eftir sem dugði skammt og fyrsta tap ÍA undirbúningstímabilinu staðreynd.

Gunnlaugur þjálfari var ánægður með að ungir og óreyndir leikmenn fengu gott tækifæri í dag.
"Það var gott að fá leik gegn sterku liði sem spilaði á sínu besta liði og ungu leikmennirnir okkar fengu dýrmæta reynslu, okkur gekk ekki nægilega vel að halda boltanum í fyrri hálfleik og fórum oft illa að ráði okkar þegar við gátum sótt hratt á þá.  Ég var ánægður með innkomu varamanna sem komu með kraft og áræðni í leikinn og með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn. 

Aðspurður um Chris Anderson sem er á reynslu hjá liðinu sagði Gunnlaugur "Hann stóð fyrir sínu, er klárlega fínn á boltann en við fáum tækifæri að kynnast honum betur þar sem hann verður til æfinga í næstu viku og spilar annan leik með liðinu gegn ÍBV eftir viku.

Síðasti leikur fyrir jólafrí gegn ÍBV laugardaginn 13 des kl. 11:00 í Akraneshöll.

Til baka