Skagamenn valdir í úrtakshópa KSÍ

10.10 2014

Fraumundan eru úrtaksæfingar hjá unglingalandsliðum KSÍ og hafa þó nokkrir ungir og efnilegir Skagamenn verið valdir til þess að mæta á væntanlegar æfingar.


Um þessa helgi mun U16 ára landslið karla koma saman til æfinga í Kóra- og Egilshöllinni og á Skagaliðið þrjá fulltrúa í þeim hópi en það eru þeir Arnór Sigurðsson, Guðfinnur Þór Leósson og Hilmar Halldórsson.


Skagamaðurinn Þórður Þórðarson sem nýtekinn er við U19 landsliði kvenna hefur síðan valið hóp leikmanna til þess að mæta á úrtaksæfingar um þar næstu helgi en í hópnum eru Skagastúlkurnar, Bryndís Rún Þórólfsdóttir, Alexandra Bjarkadóttir og Aníta Ágústsdóttir.


Um sömu helgi fara fram úrtaksæfingar fyrir U16 landslið kvenna en í þeim hópi eru Skagastúlkurnar Sandra Ósk Alfreðsdóttir og Helga Marie Gunnarsdóttir.


Við hjá heimasíðu KFÍA óskum öllum aðilum innilega til hamingju með valið og alls hins besta á komandi æfingum.

Til baka