VÍS og ÍA áfram í samstarfi
24.03 2015Knattspyrnufélag ÍA og VÍS hafa gert með sér 2ja ára samning um að VÍS verði áfram einn stærsti
bakhjarl knattspyrnunnar á Akranesi. VÍS hefur allt frá stofnun fyrirtækisins, fyrir rúmum aldarfjórðungi
og forverar þess þar áður, stutt vel við bakið á ÍA.
„Það er mikið ánægjuefni að svo verði áfram,“ segir Magnús Guðmundsson formaður KFÍA. „VÍS
verður sem fyrr áberandi á búningi félagsins sem og á vellinum. VÍS slysatryggir alla samningsbundna
leikmenn meistaraflokks karla og kvenna næstu 2 árin. Full ástæða er svo til að benda Skagamönnum
á ábendingarhnapp á vef ÍA til að fá tilboð í tryggingar frá VÍS. Ef það leiðir til viðskipta rennur hluti af
iðgjaldinu til knattspyrnufélagsins sem styrkur og getur því orðið okkur frekari tekjulind.“
Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS segir hvergi hafa borið skugga á
samstarfið við ÍA öll þessi ár. Það hafi verið mjög farsælt. „Við erum stolt af okkar fólki hér á
Skaganum sem borið hefur hitann og þungan af samstarfinu í gegnum tíðina. Teymið á skrifstofunni
ber vitni um hve mikilvægir Skagamenn eru okkur og það er heiður að leggja einu sigursælasta
knattspyrnufélagi landsins lið með þessum hætti.“
Magnús og Auður Björk sem rituðu undir samninginn. Með þeim á myndinni eru Anna Halldórsdóttir,
sérfræðingur í markaðsdeild VÍS, Örn Gunnarsson, stjórnarmaður í KFÍA og Haraldur Ingólfsson,
framkvæmdastjóri KFÍA.