Verslunin Nína kynnir næsta heimaleik ÍA í Pepsi-deildinni gegn Stjörnunni

07.06 2013

Þá styttist í þriðja heimaleik Skagamannaí Pepsi-deildinni en hann fer fram á sunnudaginn 9. júní og byrjar hann kl.19.15 en það er Verslunin Nína sem er aðalstyrktaraðili leiksins.

Andstæðingar okkar á sunnudaginn kemur verður lið Stjörnunnar og ljóst að um hörkuleik verður að ræða fyrir Skagaliðið.

Stjarnan hefur farið vel af stað í Pepsi-deildinni en þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Skagamenn hafa hinsvegar einungis landað einum sigri í fyrstu fimm umferðunum og því ljóst að um mikilvægan leik verður að ræða fyrir þá gulklæddu.

Vert er að minna á skemmtilegan getraunaleik sem er í boði ÍSLANDSBANKA sem er einn af aðalstyrktaraðilum ÍA en þar geta þátttakendur tippað á úrslitin í leiknum auk þess sem fimm af þeim sem taka þátt í leiknum gætu unnið miða fyrir tvo á leikinn.

Nánari upplýsingar um leikinn má sjá á fésbókarsíðu Íslandsbanka sem er eftirfarandi: http://www.facebook.com/Islandsbanki.Akranesi

Annars er útlit er fyrir fínt veður á sunnudaginn kemur og hvetjum við fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram ÍA.

Til baka