Vesturlandsslagurinn á morgun !
22.05 2014Þá er komið að öðrum heimaleik Skagamanna í 1. deildinni en á morgun, föstudag, koma félagar okkar úr Víkingi Ólafsvík í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Norðurálsvellinum. Búast má við hörkuleik en báðum liðum er spáð góðu gengi í deildinni. Bæði lið eru með 3 stig eftir 2 umferðir og munu án efa sækja til sigurs. Víkingar eru að slípa saman lið sitt og tefldu fram 6 útlendingum í síðasta leik sínum gegn Selfossi. Það má því segja að þeir séu með óútreiknanlegt lið undir styrkri stjórn Ejub Purisevic. Að sögn Gulla þjálfara eru allir leikmenn klárir í slaginn fyrir utan Ingimar Elí Hlynsson, sem enn glímir við meiðsli. Við bjóðum Víkinga velkomna á Skagann á morgun.
Aðalstyrktaraðili leiksins er OLÍS, sem hefur verið einn af bakhjörlum liðsins um árabil.
Fjölmennum á völlinn. Áfram Skagamenn!