“Vildum nota leikinn til að gefa fleirum tækifæri” sagði Gunnlaugur Jónsson

31.03 2015

ÍA - Fjarðabyggð  4:3

Liðið gegn Fjarðabyggð.

Marteinn Halldórsson
Ingimar Elí Hlynsson – Árnór Snær Guðmundsson - Gylfi Veigar Gylfason - Teitur Pétursson
Steinar Þorsteinsson – Marko Andelkovic – Hallur Flosason - Ásgeir Marteinsson
Arsenij  Buinickij- Ármann Smári Björnsson

skiptingar:
Garðar Gunnlaugsson - Ármann Smári Björnsson  (59 mín)
Darren Louch - Ásgeir Marteinsson  (71 min)
Þórður Þorsteinn Þórðarson - Ingimar Elí Hlynsson  (71 mín)
Jón Vilhelm Ákason - Steinar Þorsteinsson  (79 mín)

Mörkin:
1-0 35m: Marko Andelkovic beint úr aukaspyrnu frá hægri kanti.
2-0 51m: Arsenij Buinickij eftir frábæran sprett hjá Halli Flosasyni upp vinstri kantinn og sendingu frá honum.
3-0 64m: Arsenij Buinickij eftir góðan undirbúning Garðars Gunnlaugssonar
4-2 84m: Arsenij Buinickij gott skot eftir sendingu frá Halli Flosasyni

Við lögðum síðan nokkrar spurningar fyrir Gunnlaug Jónsson þjálfara eftir leikinn.

Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá síðasta leik  Var það hugsanleg ástæða þess að leikurinn varð kaflaskiptur ?

Við ákváðum að nota þennan leik til þess að gefa mönnum tækifæri og breyttum liðinu talsvert.  Leikmenn sem hafa verið að spila mikið að undanförnu byrjuðu á bekknum en við þurftum líka að hugsa til næsta leiks sem er á morgun miðvikudag gegn KR.  Það greip um sig andvaraleysi hjá okkur í stöðunni 3-0 og við hleyptum þeim að óþörfu inní leikinn. Það er mikilvægt gegn svona spræku liði að hleypa þeim ekki inn í leikinn og gefa þeim trú á verkefnið, lærdómurinn er kannski að við megum aldrei slaka á þótt staðan sé 3-0 og sigurinn innan seilingar.

Nýju leikmennirnir okkar Arsenij og Marko gerðu öll mörkin eru þeir að aðalagast betur og að komast í gott form?
 
Þeir eru allir að koma til, Arsenij var geysilega ógnandi í leiknum og skoraði 3 frábær mörk, Marko á aðeins í land með formið en standið hjá þeim báðum er að batna og við væntum mikils af þeim.

Varst þú sáttur með leikinn ?

Ég var nú ekkert sérstaklega sáttur með fyrri hálfleikinn. Við byrjuðum af krafti en svo datt það aðeins niður og þeir voru skeinuhættir í skyndisóknum.  Ég hefði viljað meira tempó í fyrri hálfleik en við fórum með stöðuna 1-0 inní hálfleik.  Við settum í annan gír í byrjun seinni hálfleiks og komumst í 3-0, en þá slökum við á og hleyptum þeim inní leikinn og í stöðunni 3-2 fengu þeir aukinn kraft en við náum að klára leikinn 4-2 stuttu fyrir leikslok og það var algjör óþarfi að láta þá skora 3ja markið.  En við erum þokkalega ánægðir með leik okkar í riðlinum. Við höfum sigrað í 6 leikjum af 7, skorað mikið af mörkum en við þurfum að vinna í varnarleiknum fram að fyrsta leik í deildinni.  Eins og áður sagði spilum við á morgun gegn KR í Akraneshöllinni kl. 18:00 og svo förum við í stutta æfingarferð til Danmerkur á fimmtudag eftir páska. 

 

Til baka