Virkilega spennandi kostur að ganga til liðs við Skagamenn

05.12 2014

Hinn tvítugi Ásgeir Marteinsson skrifaði fyrr í vikunni undir tveggja ára samning við Skagamenn, en hann lék með Fram í Pepsídeildinni í sumar en er uppalinn HK-ingur.

"Ég er virkilega spenntur fyrir framtíðinni með Skagamönnum og var  spennandi kostur fyrir mig ganga til liðs við félagið. Ég hafði úr fleiri liðum að velja eftir að ég hætti hjá Fram í haust en það hafði meðal annars áhrif á val mitt að ég var undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar hjá HK fyrir tveimur árum síðan og hafði því mikinn áhuga að starfa með honum. Gunnlaugur er mjög góður þjálfari og hlakka til þess að vera undir hanst stjórn aftur". 

Ásgeir er uppalinn HK-ingur eins og fram hefur komið og lék upp allra yngri flokkanna og svo í meistaraflokki með Kópavogsliðinu.  

"Ég hef oftast leikið sem framliggjandi miðjumaður og reyndar á báðum vængjunum, en uppáhaldsstaða staðan mín er fremst ámiðjunni fyrir aftan framherjanna" 

Ásgeir leikur ekki með Skagamönnum í æfingaleiknum gegn Fylki á laugardagsmorguninn en hann var valinn til æfinga með íslenska U-21 árs landsliðinu um helgina, en hann leikur væntanlega sinn fyrsta leik með liðinu gegn ÍBV annan laugardag 13.desember. 

Til baka