Vonbrigði hjá stelpunum gegn Aftureldingu
04.09 2014Stelpurnar töpuðu 0-3 gegn Aftureldingu í gærkvöldi, eftir að staðan hafði verið 0-1 í hálfleik. Bæði lið höfðu til mikils að vinna, okkar stelpur að ná í sinn fyrsta sigur í Pepsideildinni og Aftuelding að komast upp úr fallsæti í deildinni. Bæði lið komu af krafti inní leikinn en strax á 6.mín galopnaðist vörnin og Afturelding skoraði fyrsta markið. Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik án þess að góð færi litu dagsins ljós. Afturelding bætti svo við mörkum á 60. og 69.mín og innsigluðu sigurinn, þrátt fyrir að leika einum manni færri síðustu 20 mínúturnar. Stelpurnar okkar hafa oft leikið betur í sumar en í þessum leik og voru því vonsviknir leikmenn sem gengu af velli í gærkvöldi. Næsti leikur er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag kl. 14.
Nánari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net er hér: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1369
Viðtal við Þórð þjálfara er hér: http://fotbolti.net/news/03-09-2014/thordur-kom-mer-a-ovart-hversu-slakt-lidid-var