Wentzel Steinarr yfirgefur ÍA og heldur á heimaslóðir
09.01 2015Sóknar/kantmaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban hefur komist að samkomulagi við ÍA um riftun á samningi sínum við félagið og hefur hann gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Aftureldingu. Wentzel lék 9 leiki með okkur Skagamönnum í sumar og skoraði 1 mark. Við þökkum honum fyrir samstarfið á liðnu ári og óskum honum og nágrönnum okkar í Mosfellsbænum góðs gengis í baráttunni um 1. deildarsæti næsta sumar.