Guðmundur Sveinbjörnsson formaður ÍA og einn helsti forystumaður Íslenskrar knattspyrnu til margra ára hér ásamt Ríkharði Jónssyni með Íslandsbikarinn 1951.
Jón Sigurðsson formaður KSÍ afhendir Ríkharði Jónssyni Íslandsbikarinn á Melavellinum 1951.
Akranesliðinu fagnað innilega í lok leiksins gegn Víkingi 1951, þegar Skagamenn höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti.
Laxfoss siglir til Akraness með nýbakaða Íslandsmeistara 1951.
Gífurlegur mannfjöldi fagnaði Skagamönnum á hafnarbakkanum á Akranesi þegar þeir komu með Íslandsbikarinn 1951. Lengst til hægri á myndinni má sjá Daníel Ágústínusson þáverandi forseta bæjarstjórnar, þar sem hann flytur ávarp fyrir hönd bæjarbúa.
Þegar Laxfoss lagðist að bryggju á Akranesi um miðnætti að loknum úrslitaleiknum, blasti ógleymanleg sjón við Íslandsmeisturunum, því að um 700 manns voru samankomnir á bryggjunni að fagna komu þeirra. Sveinn Finnsson, bæjarstjóri, (lengst t.h. á myndinni) tók til máls og bauð leikmenn og forystumenn ÍA velkomna og að því loknu hyllti mannfjöldinn Íslandsmeistarana.
Karlakórinn Svanur söng á bryggjunni við komu liðsins eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn 1951. Söngstjóri var Geirlaugur Árnason.
Íslandsmeistarar Akraness 1951
Knattspyrnulið halda til leiks á Melavellinum í Reykjavík 1951. ÍA er að fara að leika á móti sænska landsliðinu og það eru liðsmenn ÍA sem eru fjær á myndinni.