Knattspyrnulið KA. Aftari röð f.v.: Óli Örn Ólafsson (formaður KA), Gunnar Sigurðsson, Þórður Ólafsson, Halldór Sigurbjörnsson, Þórður Jónsson, Jón Leósson og Högni Gunnlaugsson. Fremri röð f.v.: Kristinn Gunnlaugsson, Guðmundur Sigurðsson, Albert Ágústsson, Júlíus Einarsson og Hilmar Hálfdánarson.
Í keppnisferð á Akureyri 1955. Talið frá vinstri: Jón Leósson, Sveinn Benediktsson, Kristinn Gunnlaugsson, Ólafur Vilhjálmsson, Sveinn Teitsson, Þórður Jónsson, Pétur Georgsson, Halldór Sigurbjörnsson, Þórður Þórðarson, Hilmar Hálfdánarson og Ríkharður Jónsson.
Það var ekki fátítt að Akurnesingar ættu alla fimm framherjana í íslenskum úrvalsliðum á gullaldartímanum. Þetta er framlína Akurnesinga 1955. Frá vinstri: Donni, Jón Leósson, Ríkharður, Þórður Þórðarson og Þórður Jónsson.
Happdrættismiði í happdrætti ÍA 1955. Miðinn kostaði 10 krónur og í vinning var Glæsileg amerísk fólksbifreið og aðeins dregið úr seldum miðum. Það var einstaklingur í Reykjavík sem hlaut bílinn í vinning. Guðjón Finnbogason kom með miðann til Haraldar Sturlaugssonar á sýningunni Íþróttir í 100 ár.
Ríkharður skoraði tvö mjög svipuð mörk í leiknum gegn Häcken á Melavellinum 1955. Bæði voru skoruð með skalla af svipuðum stað eftir fyrirgjafir af sitt hvorum kantinum.
Ríkharður skoraði tvö mjög svipuð mörk í leiknum gegn Häcken á Melavellinum 1955. Bæði voru skoruð með skalla af svipuðum stað eftir fyrirgjafir af sitt hvorum kantinum.
Þórður Jónsson skorar sigurmark Akurnesinga í 2:1 sigrinum gegn danska landsliðinu 1955.