Úr leik Akraness og St. Mirren á Laugardalsvelli 1961. Skotarnir í sókn og þrátt fyrir góða tilburði tókst Helga Dan ekki að verja skotið.
Sigri fagnað yfir erkifjendunum KR árið 1961. Helgi Daníelsson og Tómas Runólfsson faðmast og Gunnar Gunnarsson hleypur fagnandi til þeirra.
Úrslitaleikur í meistarflokki karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli 1961. Andstæðingar Skagamanna voru KR-ingar og unnu þeir leikinn 4-0. F.v.: Helgi Daníelsson, Björn Ingi Finsen, Þórður Jónsson, Halldór Sigurbjörnsson, Gunnar Hjörtur Gunnarsson, Skúli Hákonarson og Ingvar Elísson.