29. september 1962, sama dag og meistararaflokkar KR og ÍA áttust við á Laugardalsvelli í Íslandsmótinu. Leiknum lauk með jafntefli 4-4 og að leik loknum afhenti Björgvin Schram, formaður KSÍ, nokkrum ungum Skagamönnum viðurkenningu fyrir knattleikni. Á myndinni f.v. eru: Matthías Hallgrímsson, Eyleifur Hafsteinsson, Sigursteinn Hákonarson, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Hannesson, Jón Alfreðsson, Jón Gunnlaugsson og Haraldur Sturlaugsson sem er handan Björgvins Schram og sést því ekki á þessari mynd. Því næst koma Magnús Magnússon, Lárus Skúlason, Kári Geirlaugsson, Engilbert Guðmundsson, Sigurður Ingólfsson, Jóhannes Guðjónsson, Benedikt Valtýsson og Guðlaugur Þórðarson.
Varnarmenn Akurnesinga höfðu í nóg að snúast í leiknum gegn tékkneska unglingalandsliðinu á Laugardalsvelli 1962. Hér koma þeir engum vörnum við Helgi Daníelsson, Helgi Hannesson og Bogi Sigurðsson. Fjær stendur Pétur Jóhannesson.
Frá leik milli ÍBK og ÍA á malarvellinum í Keflavík vorið 1962. Bogi Sigurðsson og Jón Jóhannsson í baráttu um knöttinn og Tómas Runólfsson fylgist með.