Knattspyrnuæfing á Langasandi 1964. F.v.: Björn Lárusson, Helgi Björgvinsson, Guðjón Finnbogason og Sigurjón Sigurðsson.
5. flokkur ÍA 1964. Aftari röð f.v.: Karl Þórðarson, Karl Alfreðsson, Haukur Sigurðsson, Hörður Jóhannesson, Árni Sveinsson, Hjörleifur Jónsson og Elías Guðmundsson. Fremri röð f.v: Guðjón Þórðarson, Guðni Þórðarson, Björn Kjartansson, Jón Atli Sigurðsson, Steinn Mar Helgason, Garðar Garðarsson og Pálmi Guðmundsson.
Æfing á Langasandi, sem reynst hefur knattspyrnumönnum Akraness drjúgt æfingasvæði.
Bikarmeistarar ÍA í 2. flokki 1964. Fremri röð f.v.: Benedikt Valtýsson, Benedikt Rúnar Hjálmarsson, Eyleifur Hafsteinsson, Björn Lárusson fyrirliði, Guðjón Guðmundsson og Magnús Magnússon. Aftari röð f.v.: Guðjón Finnbogason þjálfari, Sigurður Þórðarson, Kristinn Guðmundsson, Kári Geirlaugsson, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Ólafsson og Helgi Guðnason.
Frá leiknum gegn Keflvíkingum á Akranesi 1964. Akranes átti möguleika á að vinna titilinn með sigri í leiknum en Keflavík vann 1:3. Myndin sýnir eina af fjölmörgum sóknarlotum Akurnesinga.
Halldór Sigurbjörnsson skoraði tvö glæsileg mörk í 2:0 sigri Akraness yfir Reykjavíkurúrvalinu 1964. Mörkin voru nánast alveg eins, skot úr aukaspyrnum í bláhorn marksins.
Frá leik Akraness gegn Reykjavíkurúrvali 1964. Eyleifur skýtur að marki en tókst ekki að skora.
Úr leik Fram og ÍA á Laugardalsvelli sem endaði með sigri Skagamanna 2:3.