Meistarflokkur Knattspyrnufélagsins Kára vann Skaftabikarinn og hlaut sæmdarheitið „Besta knattspyrnufélag Akraness 1966“ eftir sigur á Knattspyrnufélaginu KA. Fv.: Eiríkur Þorvaldsson, Benedikt Valtýsson, Helgi Hannesson, Lárus Skúlason, Haraldur Sturlaugsson.
30. júlí 1966 í Þórshöfn í Færeyjum. ÍA lék við liðið B-36 og fór leikurinn 5-4. Áhorfendur voru 1200 talsins. Leikmenn ÍA eru í ljósum treyjum og f.v. í fremstu röð eru Þórólfur Ævar Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Guðjón Guðmundsson, Benedikt Rúnar Hjálmarsson og Matthías Hallgrímsson. Aftar eru f.v: Ríkharður Jónsson, Björn Lárusson, Haraldur Sturlaugsson, Kristinn Guðmundsson, Þröstur Stefánsson og Kristján Ingvason.
Stærsta tap Akurnesinga gegn íslensku liði, 0:10 gegn KR í bikarkeppninni 1966, staðreynd. Hér sést Eyleifur hirða knöttinn úr netinu hjá fyrrum félögum sínum.