Myndin er af fyrstu Íslandsmeisturunum í innanhússknattspyrnu karla ásamt þjálfara sínum árið 1969. Fremri röð f.v.: Haraldur Sturlaugsson, Lárus Skúlason, Davíð Kristjánsson, Teitur Þórðarson og Andrés Ólafsson. Aftari röð f.v.: Þröstur Stefánsson, Guðmundur Hannesson, Jón Gunnlaugsson, Matthías Hallgrímsson, Björn Lárusson fyrirliði og Ríkharður Jónsson þjálfari. Á myndina vantar Jón Alfreðsson, Guðjón Guðmundsson og Hörð Ragnarsson.
B-lið Skagamanna í bikarkeppninni 1969. Myndin er tekin fyrir leik ÍA gegn ÍBA. Skagamenn töpuðu leiknum í framlengdum leik. Ef þeir hefðu unnið leikinn hefðu þeir spilað gegn A-liði Skagamanna í undanúrslitum bikarkeppninnar. Aftari röð f.v.: Hörður Ragnarsson, Jón Ægir Jónsson, Jón Gunnlaugsson, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Sigurðsson leikmaður og formaður Knattspyrnuráðs Akraness, Gunnar Sigurðsson og Eyjólfur Harðarson. Fremri röð f.v.: Andrés Ólafsson, Gunnar Magnússon, Ólafur Grétar Ólafsson, Pétur Hallgrímsson, Friðjón Eðvarðsson og Magnús Magnússon.
14. júní 1969 í Vestmannaeyjum. Myndin er af meistaraflokki ÍA í knattspyrnu. F.v. í öftustu röð: Einar Sörensen - sem alltaf var til staðar á þessum árum þegar með þurfti - Davíð Kristjánsson, Ólafur Grétar Ólafsson, Ríkharður Jónsson, þjálfari, Einar Guðleifsson og Jón Gunnlaugsson. Næstaftasta röð: Þröstur Stefánsson, Teitur Þórðarson, Jón Alfreðsson, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Jóhannesson. Þriðja aftasta röð: Guðmundur Hannesson, Björn Lárusson (stendur aðeins framar), Matthías Hallgrímsson og Friðjón Edvardsson. Í fremstu röð eru: Benedikt Valtýsson, Haraldur Sturlaugsson og Andrés Ólafsson.
Úr baráttu spútnikliðanna tveggja ÍA og ÍBK 1969. Grétar Magnússon (ÍBK) og Jón Alfreðsson kljást um knöttinn.
Guðjón Guðmundsson skorar eitt þriggja marka Akraness í sigri yfir Fram í 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 1969. Eins og sjá má voru vallaraðstæður ekki upp á það besta á Melavellinum en slíkt var algengt í bikarnum á þessum árum, en leikirnir fóru þá fram á bilinu október-desember.