Íslandsmeistarar í 2. flokki 1973. Aftari röð f.v.: Haraldur Sturlaugsson, formaður knattspyrnuráðs, Kristján Hannibalsson, Pálmi Þór Ævarsson, Guðjón Þórðarson, Hörður Jóhannesson, Haukur Sigurðsson, Daníel Gunnarsson og Gunnar Sigurðsson, knattspyrnuráðsmaður. Fremri röð f.v.: Sigþór Ómarsson, Jón Áskelsson, Árni Sveinsson. Helgi Pétur Guðjónsson, Karl Þórðarson, Guðjón Kristjánsson og Steinn Mar Helgason.
Teitur Þórðarson skorar sitt sjötta mark og 10. mark Skagamanna í stórsigrinum yfir Breiðabliki, 10:1.
Björn Lárusson þjarmar að Jóhannesi Edvaldssyni í leik gegn Val á Akranesvelli 1973. Félagarnir skyldu sáttir að því er heimildir herma.