ÍA bikarmeistarar 1982. Efsta röð f.v.: Andrés Ólafsson, formaður Íþróttabandalags Akraness, Gunnar Sigurðsson, Kristján Sveinsson, Haraldur Sturlaugsson, formaður Knattspyrnuráðs Akraness, George Kirby, þjálfari, Guðjón Guðmundsson, læknir, Hallgrímur Jónsson, Guðjón Guðmundsson og Ólafur Grétar Ólafsson. Miðröð f.v.: Valgeir Barðason, Kristján Olgeirsson, Sigurður P. Harðarson, Guðjón Þórðarson, Sigurður Jónsson, Smári Guðjónsson, Guðbjörn Tryggvason, Jón Gunnlaugsson, Júlíus Ingólfsson og Jón Áskelsson. Fremsta röð f.v.: Björn Björnsson, Sigurður Halldórsson, Sigþór Ómarsson, Bjarni Sigurðsson, Davíð Kristjánsson, Sigurður Lárusson fyrirliði, Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson.
Knattspyrnumenn ÍA í meistaraflokki eru hér nýkomnir til Akraness eftir að þeir unnu bikarúrslitaleikinn 1982 gegn Keflavík. Á myndinni eru f.v.: Guðjón Þórðarson, Guðbjörn Tryggvason og Sigurður Lárusson. Því næst er Haraldur Sturlaugsson, formaður Knattspyrnuráðs ÍA, Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar og Magnús Oddsson, bæjarstjóri.
ÍA bikarmeistarar 1982. Myndin tekin á Akratorgi við heimkomu úr Reykjavík. Haraldur Sturlaugsson formaður Knattspyrnuráðs Akraness þakkar Skagamönnum fyrir stuðninginn við ÍA liðið. Á bak við Harald má sjá f.h. liðsmennina Sigurð Jónsson, Sigþór Ómarsson og Kristján Olgeirsson.
Guðjón Þórðarson, Árni Sveinsson og Jón Gunnlaugsson með bikarinn eftir sigur á Keflavík 1982. Þetta voru lokin á viðburðaríkum ferli Jóns, en auk þess hætti Jón Alfreðsson þetta sama sumar.
Skagamenn urðu Bikarmeistarar árið 1982 eftir sigur gegn Keflavík á Laugardalsvelli 2:1. Hér fagna Skagamennirnir Sigurður Lárusson og Sveinbjörn Hákonarson í leikslok.
Skagamenn urðu Bikarmeistarar árið 1982 eftir sigur gegn Keflavík á Laugardalsvelli 2:1. Hér fagna Skagamennirnir Sigurður Lárusson, Árni Sveinsson, Sveinbjörn Hákonarson og Sigþór Ómarsson í leikslok.
Kristján Olgeirsson skorar hér gegn Breiðablik í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ 1982.
Sigurður Jónsson lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki gegn Breiðabliki í bikarkeppninni 1982, þá aðeins 15 ára og 297 daga gamall.