Endanleg útgáfa upplýsingahandbókar NÁM2016

07.06 2016 |

Hér má finna endanlega útgáfu upplýsingahandbókar Norðurálsmóts 2016, inniheldur m.a. upplýsingar um gististaði, tjaldstæði og fyrstu leiki á mótinu. Við viljum gjarnan ítreka að tjaldstæði mótsins eru í góðri sambúð með Byggðasafninu á Görðum og biðja ykkur um að gæta vel að því að börn séu ekki að leik í munum safnsins, t.d. gömlum bátum sem þar eru til sýnis. Garðakaffi er veitingastaður á safninu sem ætlar að koma til móts við mótsgesti með lengdum opnunartíma, verða búin að opna fyrir kl. 8 á laugardags- og sunnudagsmorgni.

 

Vegna nokkurra fyrirspurna vek ég athygli á því að tengillinn á handbókina er í fyrsta orði fréttarinnar "Hér"