Skráning á Norðurálsmótið hefst 2.mars

23.02 2015 |

Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Allir þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur keppenda eru velkomnir á Skagann með strákunum. Á síðasta ári kepptu á mótinu 144 lið frá 27 félögum. Mótið er ætlað strákum fædda árin 2007 og 2008.

 

Norðurálsmótið á Akranesi verður haldið helgina 19. - 21. júní 2015.

 

SKRÁNING

 

Félög skulu skrá liðin á mótið með því að senda inn skráningarupplýsingar og greiða skráningargjald. Þegar hvoru tveggja er uppfyllt, þá er skráningin gild. Tengilið berst tilkynning um gilda skráningu frá mótsstjórn þegar hún hefur móttekið bæði skráningarupplýsingar og greiðslu skráningargjalds.
Um forgangsröðun inn á mótið gildir sú regla að “fyrstur kemur (gild skráning) fyrstur fær” á meðan pláss er á mótinu. Þó hefur mótsnefnd alltaf lokaorðið ef vafamál koma upp.
Skráning fer fram á heimasíðu mótsins  http://www.kfia.is/norduralsmot/ eða með því að senda skráningu á norduralsmot@kfia.is Skal hún innihalda eftirfarandi upplýsingar:
• Nafn félags
• Fjölda þátttakenda
• Fjölda liða
• Tengiliður: Nafn, netfang og símanúmer
• Þjálfari: Nafn, netfang og símanúmer
• Annað sem félag vill koma á framfæri

 

Skráning hefst mánudaginn 2. mars 2015

 

SKRÁNINGARGJALD LIÐA

 

Skráningargjald er kr. 14.000 fyrir hvert lið (ekki félag) og skal greiða það samhliða skráningartilkynningu í einni greiðslu frá hverju félagi.
Innifalið í skráningargjaldi hvers liðs er einn matarpakki fyrir fylgdarmann. Miðað skal við að minnst níu leikmenn séu í hverju skráðu liði.
Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0552-14-400883 kt. 500487-1279. Sendið kvittun á norduralsmot@kfia.is og munið að taka fram fyrir hvaða félag er verið að greiða.
Skráningargjald er óafturkræft og verður ekki dregið frá öðrum greiðslum.

 

ÞÁTTTÖKUGJALD KEPPENDA

 

Þátttökugjald hvers keppanda á Norðurálsmótið er kr. 14.000 og skal greiða það 2 vikum fyrir upphaf móts í einni greiðslu frá hverju félagi. Innifalið í gjaldinu: Gisting í skólastofu í tvær nætur, kvöldverður á föstudag, morgun-, hádegis- og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, kvöldskemmtun og þátttökuviðurkenning.
Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning 0552-14-400883 kt. 500487-1279. Sendið kvittun á norduralsmot@kfia.is og munið að taka fram fyrir hvaða félag er verið að greiða.
Ef lið óska eftir að fá matarpakka fyrir aðra fylgdarmenn liðanna þá verður hægt að kaupa þá aukalega á 6.000 kr. stk. í upphafi móts.

 

Með kveðju, mótsstjórn Norðurálsmótsins 2015.