Norðurálsmótið fært til 10 - 12. júní 2016

12.01 2016 |

Aðalstjórn og uppeldissvið Knattspyrnufélags ÍA hafa ákveðið að verað við beiðni félaga sem senda meirihluta keppenda á Norðurálsmótið ár hvert um að færa mótið fram um 1 viku og verður það því haldið 10. - 12. júní í sumar.   Beiðni félaganna kemur í kjölfar EM - dráttar hjá karlalandsliðinu sem leikur í riðlakeppninni 14., 18. og 22.júní, en fjöldi foreldra og þjálfara hyggst ferðast til Frakklands og sjá leiki Íslands.  Við höfum verið í sambandi við þjálfara 26 félaga sem senda keppendur á mótið og flestir vilja að mótið verði fært en einungis eitt lið mótmælti breytingunni. 

 

Það sem einnig styður ákvörðunina er að KSÍ stefnir að því að hafa leiki allra flokka í Íslandsmóti í algjöru lágmarki á meðan riðlakeppni EM stendur ca. 13. - 23. júní.

 

Við gerum okkur grein fyrir að þessi breyting kemur illa við einhverja og biðjumst við velvirðingar á því en stór meirihluti ræður mestu um þessa ákvörðun !

 

Það er stórt mál að færa til mótið og enn eru nokkrir endar sem eru óleystir, en við munum leysa þá og halda frábært Norðurálsmót í sumar eins og undanfarin ár.

 

Virðingarfyllst,
Aðalstjórn og Uppeldissvið Knattspyrnufélags ÍA